LAXAR

 Hrein íslensk afurð úr hreinni náttúru

Hreinleiki Gæði Fagmennska

Frá klaki til slátrunar

Laxar fiskeldi er fiskeldisfyrirtæki sem framleiðir hágæða lax fyrir kröfuhörðustu markaði heims bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Fyrirtækið rekur þrjár seiðaeldisstöðvar í Ölfusi. Í Reyðarfirði rekur fyrirtækið umfangsmikið og fullkomið sjókvíaeldi með 16.000 tonna framleiðsluheimild á laxi. Á Djúpavogi er starfrækt öflugt sláturhús, Búlandstindur sem er í eigu Laxa og fleiri samstarfsaðila. Framleiðslugeta sláturhússins er 125 tonn á dag. Fyrirtækið er með skrifstofur í Kópavogi og á Eskifirði. 

Stefna fyrirtækisins er að byggja upp leiðandi eldisfyrirtæki þar sem þekking og tækni er í fyrirrúmi en jafnframt fjárhagslegur styrkur til að takast á við erfiðleika. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á umhverfismál og samfélagslega ábyrgð. 

Heilnæm söluvara

Lax er ein umhverfisvænasta matvælaframleiðsla sem til er. Laxinn okkar er hágæðaafurð, rík af próteinum, há í fitusýrum (Omega) og flokkast sem „ofurfæða” (super-food).
Áskorunum í loftslagsmálum og fæðuöflun heimsins verður ekki mætt með auknum landbúnaði einum og sér heldur mun aukið fiskeldi spila lykilhlutverk í að efla fæðuöflun og þörf heimsins á næstu áratugum sbr. yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og fleiri alþjóðastofnana. 

"Gefðu manni fisk, og mettu fjölskyldu hans í einn dag. Kenndu honum að veiða, og mettu fjölskyldu hans að eilífu". M. Hotta

 • Umhverfisvæn fæða - lágt kolefnisfótspor

 • Laxinn er næringarríkur og heilsubætandi

 • Hágæða matvara alin upp við kjöraðstæður af fagfólki á sínu svæði

 • Samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu Þjóðanna (FAO) mun heimsbyggðin þurfa að tvöfalda matvælaframleiðslu sína fyrir árið 2050 til að mæta mannfjöldaaukningu jarðarinnar en nú þegar koma meira en 50% af framleiddum fiskafurðum í heiminum frá fiskeldi.

  Á Íslandi eru einar bestu aðstæður í heimi til ræktunnar á laxi í sjó vegna hagstæðs hitastigs sjávar í fjörðum landsins. Laxeldi á Íslandi hefur það að markmiði að hafa umhverfislegar, efnahagslegar og félagslegar aðstæður að leiðarljósi í framtíðarþróun á sjálfbærni laxeldis sem nú þegar hefur staðfest gildi sín sem kjölfesta í samfélagslegri uppbyggingu á Íslandi.

  Með aukinni fiskneyslu tökum við umhverfislega ábyrgð og minnkum okkar persónlega kolefnisfótspor. Mesta losun koltvísýrings þegar kemur að laxeldi tengist framleiðslu fiskifóðurs og er laxeldið sjálft því umhverfisvænasta próteinframleiðsla til manneldis sem á sér stað í öllum matvælaiðnaði.

  Laxar leggja mikla áherslu á starfa í sátt við náttúru og samfélögin sem við störfum í. Virkt innra og ytra eftirlit er með starfsemi Laxa þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni í allri starfsemi fyrirtækisins.

  Laxar styrkja fjölbreytt samfélagsleg verkefni á sviði íþrótta- og æslulýðsmála, umhverfismála og menningartengdrar starfsemi.

 • Í starfsmannahópi Laxa starfar öflugur og fjölbreyttur hópur fólks með mikla reynslu og þekkingu á sínu sviði. Mikil áhersla er lögð á menntun og þjálfun starfsfólks þar sem allir eru hvattir til að sérhæfa sig á sviðum sem tengjast fiskeldi með stuðningi Laxa.
  Mikil starfsánægja mælist innan fyrirtækisins og kappkostar fyrirtækið við að viðhalda ánægju, metnaði og framsækni.

  Við leggjum áherlu á:

  • AÐ STARFSFÓLKI SÉ KLEIFT AÐ SAMHÆFA VINNU OG EINKALÍF, FYRIRTÆKINU TIL HAGSBÓTA OG STARFSFÓLKI TIL AUKINNA LÍFSGÆÐA.
  • ÖRUGGAR OG GÓÐAR VINNUAÐSTÆÐUR.
  • AÐ ALLIR STARFI SEM EIN LIÐSHEILD ÞAR SEM VEL ER TEKIÐ Á MÓTI NÝJU FÓLKI.
  • AÐ STARFSFÓLK BERI VIRÐINGU FYRIR STARFINU OG SAMSTARFSFÓLKI.
 • Laxinn okkar er hágæðaafurð, rík af próteinum, há í fitusýrum (Omega) og flokkast sem „ofurfæða” (super-food). Gæði eldisafurða frá Íslandi eru mikil og uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til fæðu manna. Jafnframt hafa manneldisstofnanir og heilbrigðisyfirvöld hvatt fólk til að neyta meira af fiski.

  Laxinn inniheldur mikið af Omega-3-fitusýrum og er próteinrík fæða.

   

Sjókvíaeldi

Eldisstöðvar Laxa eru staðsettar í Reyðarfirði

Laxar fylgja ítrustu kröfum við framleiðslu sína og hafa virkt innra eftirlit með starfsemi sinni. Allt kapp er lagt á að framleiða hágæða vöru með umhverfisvænum og sjáfbærum hætti.

Fyrsta flokks eldisbúnaður

Öflugur fiskeldisbúnaður sem fylgir nýjustu tækni og þróun er forsenda þess að vera leiðandi á sínu sviði. Laxar hafa fjárfest í fyrsta flokks fóðurprömmum, sjókvíum og öðrum eldisbúnaði á undanförnum árum. Sjókvíarnar frá Aqualine eru fyrsta flokks kvíar sérhannaðar til að þola íslenskar aðstæður, koma í veg fyrir sleppingar og tryggja góðar vinnuaðstæður.

Sjálfbær og umhverfisvæn framleiðsla

 • Öflugt innra eftirlit

 • Hágæða fóður og góð fóðurnýting

 • Lágt kolefnisspor

 • Hámarks fiskivelferð sem tryggir góð vaxtarskilyrði og stuttan eldistíma í sjó

 • Hvert eldissvæði fær hvíld eftir framleiðslulok sem tryggir sjálfbærni eldissvæða

Seiðaeldi

Laxar reka þrjár eldistöðvar í Ölfusi

 • Íslensk hrogn frá Stofnfiski

 • Klakin og alin upp í Ölfusi

 • Kjöraðstæður með góðu aðgengi að sjó og vatni

 • Vel þjálfað starfsfólk með reynslu á sínu sviði

Skrifstofa
 • Hlíðasmára 4

 • 201 Kópavogur

 • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skrifstofa Eskifirði
 • Strandgötu 18

 • 735 Eskifjörður

 • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skráning


© 2020 LAXAR.  -  ALLUR RÉTTUR ÁSKILINN


To Top